Markvörður PSG liggur þungt haldinn á gjörgæslu

Sergio Rico liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir að hafa …
Sergio Rico liggur þungt haldinn á gjörgæslu eftir að hafa fallið af hestbaki fyrr í dag. AFP/Christof Stache

Spænski markvörðurinn Sergio Rico sem leikur knattspynu með PSG í Frakklandi liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í Sevilla á Spáni eftir að hafa slasast alvarlega þegar hann féll af hestbaki fyrr í dag.

PSG hefur staðfest tíðindin og segir á Twitter að félagið hafi fyrst heyrt af slysinu í morgun og að allir tengdir félaginu hugsi til Rico og fjölskyldu hans.

Rico hlaut þungt höfuðhögg við fallið og liggur hann nú á gjörgæsludeild þar sem læknar reyna hvað þeir geta til að bjarga Rico.

Rico gekk til liðs við PSG árið 2020 og hefur verið varamarkvörður liðsins síðan þá. Hann er 29 ára gamall.

mbl.is