Fær ekki nýjan samning

Johnny Heitinga verður ekki áfram við stjórnvölinn hjá Ajax.
Johnny Heitinga verður ekki áfram við stjórnvölinn hjá Ajax. AFP/Roy Lazet

Johnny Heitinga, knattspyrnustjóra karlaliðs Ajax, verður ekki boðinn nýr samningur eftir nýafstaðið vonbrigða tímabil.

Heitinga var áður þjálfari Kristians Nökkva Hlynssonar og félaga hjá varaliði Ajax í hollensku B-deildinni en var hækkaður í tign og tók við aðalliðinu í febrúar síðastliðnum þegar Alfred Schreuder var látinn taka pokann sinn eftir dræmt gengi.

Ajax hafnaði í þriðja sæti í hollensku úrvalsdeildinni á tímabilinu og missti þar með af sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn síðan árið 2009.

Samningur Heitinga var til skamms tíma og samkvæmt AP sagði Sven Mislintat, yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, að það hafi verið erfitt að greina Heitinga frá því að hann fengi ekki nýjan samning en að félagið teldi þörf á því að ráða reyndari þjálfar til þess að bæta liðið á æsta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert