Áttu það á hættu að vera reknir úr keppni

Fjöldi mótmælanda var mættur fyrir utan Kópavogsvöll í gær og …
Fjöldi mótmælanda var mættur fyrir utan Kópavogsvöll í gær og höfðu einhverjir skorað á leikmenn Breiðabliks að mæta ekki til leiks til þess að sýna palestínsku þjóðinni stuðning. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Maður var alls ekki ónæmur fyrir umræðunni sem var í gangi fyrir leikinn og það hafði alveg áhrif á mann,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, í samtali við mbl.is eftir 2:1-tap liðsins gegn Maccabi Tel Aviv í B-riðli Sambandsdeildarinnar í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær.

„Mér fannst við samt gera vel í því að setja allan fókusinn á leikinn sjálfan og mér fannst hópurinn í heild sinni tækla það nokkuð vel,“ sagði Höskuldur.

Höskuldur Gunnlaugsson sendir fyrir markið á Kópavogsvelli í gær.
Höskuldur Gunnlaugsson sendir fyrir markið á Kópavogsvelli í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Varð var við umræðuna

Einhverjir stuðningsmenn Breiðabliks höfðu hvatt liðið til þess að neita að spila á móti ísraelska liðinu í ljós ástandsins fyrir botni Miðjarðarhafs.

„Maður varð alveg var við einhverja umræða tengda því en ég ætla nú ekki að vera með einhverjar háfleygar skoðanir um þá umræðu. Ég skil alveg hvaðan þessi umræða kemur og allt það en niðurstaðan og afleiðingarnar af því hefðu verið miklar.

Við hefðum jafnvel getað sagt bless við íslenskt félagslið í Evrópukeppni í einhvern tíma. Afleiðingarnar hefðu því verið miklar og ekki bara fyrir okkur heldur líka fyrir önnur íslensk lið til frambúðar,“ sagði Höskuldur.

Dan Biton fagnar marki sínu með ísraelska fánann í gær.
Dan Biton fagnar marki sínu með ísraelska fánann í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert