Íslenskir sérsveitarmenn hluti af lífvarðarteymi Ísraelanna

Lögreglumenn að störfum í Kópavoginum í gær.
Lögreglumenn að störfum í Kópavoginum í gær. mbl.is/Kristinn Magnússon

Lögreglumenn í sérsveit ríkislögreglustjóra voru hluti af lífvarðarteymi leikmanna og starfsliðs ísraelska knattspyrnufélagsins Maccabi Tel Aviv.

Þetta herma heimildir mbl.is og Morgunblaðsins.

Maccabi Tel Aviv mætti Breiðabliki í B-riðli Sambandsdeildar karla í knattspyrnu á Kópavogsvelli í gær en leiknum lauk með 2:1-sigri ísraelska liðsins.

Lögregla var með mikinn viðbúnað í Kópavoginum í gær en samkvæmt heimildum mbl.is sáu sérsveitin og fulltrúar Mossad, ísraelsku leyniþjónustunnar, um öryggisgæslu fyrir leikmenn og starfslið Maccabi Tel Aviv á meðan dvöl þeirra hér á landi stóð yfir.

Þá voru fulltrúar Mossad með vígalegar mittistöskur en gera má ráð fyrir því að í töskunum hafi verið skotvopn af einhverju tagi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert