Landsliðsmarkverðirnir fögnuðu sigrum

Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson og Hákon Rafn Valdimarsson, …
Patrik Sigurður Gunnarsson, Elías Rafn Ólafsson og Hákon Rafn Valdimarsson, landsliðsmarkverðir, á æfingu í Búdapest á dögunum. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Elías Rafn Ólafsson og Patrik Sigurður Gunnarsson, tveir af þremur landsliðsmarkvörðum Íslands í síðustu verkefnum karlalandsliðsins í fótbolta, fögnuðu sigrum með félagsliðum sínum í kvöld.

Elías og félagar í Mafra lögðu Torreense að velli, 2:1, í portúgölsku B-deildinni. Litlu munaði að Elías næði að halda hreinu en Torreense náði að minnka muninn undir lok leiksins.

Mafra er í áttunda sæti af átján liðum í deildinni þegar sjö umferðum er ólokið en er fjórtán stigum frá því að komast í umspil.

Patrik og félagar í Viking frá Stavanger hófu tímabilið í Noregi með því að sigra Sarpsborg á heimavelli í fyrstu umferð úrvalsdeildarinnar, 1:0. Sigurmarkið var sjálfsmark undir lok fyrri hálfleiks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert