Walker með gegn Real Madrid

Kyle Walker er lykilmaður í varnarleik Manchester City.
Kyle Walker er lykilmaður í varnarleik Manchester City. AFP/Paul Ellis

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, staðfesti í dag að Kyle Walker yrði með þegar liðið mætir Real Madrid í seinni leiknum í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar á Etihad-leikvanginum í Manchester annað kvöld.

Walker hefur misst af síðustu leikjum City en hann er í lykilhlutverki í varnarleik Manchester City.

Fyrri leikur liðanna í Madríd endaði 3:3 þannig að allt er undir annað kvöld.

„Ég sé betur stöðuna á honum á æfingu á eftir. Hann hefur verið á síðustu æfingum og líður vel. Ég veit ekki hvort hann hefji leikinn eða byrji á bekknum en hann verður með okkur á morgun,“ sagði Guardiola á fréttamannafundi núna í hádeginu.

„Þetta eru frábærar fréttir. Hann er fyrirliðinn okkar og í fyrra mætti hann leikmönnum eins og Vinicius, Neymar og Kylian Mbappé, og enginn veit betur en hann hvernig á að verjast þeim,“ sagði Guardiola.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert