Barcelona fór langt með að tryggja annað sætið

Fermin López fagnar marki í kvöld.
Fermin López fagnar marki í kvöld. AFP/Jorge Guerrero

Barcelona gerði góða ferð til Almería og vann 2:0-útisigur er liðin mættust í spænsku 1. deildinni í fótbolta í kvöld.

Með sigrinum fór Barcelona langt með að tryggja sér annað sæti deildarinnar. Hinn 21 árs gamli Fermín López gerði bæði mörk Börsunga. Gerði hann fyrra markið á 14. mínútu og það seinna á 67. mínútu.

Nokkuð er síðan Real Madrid tryggði sér Spánarmeistaratitilinn. Er liðið í toppsætinu með 93 stig, Barcelona er í öðru með 79 og Girona í þriðja með 75.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert