Van Persie í nýju starfi

Robin Van Persie er kominn með nýtt starf.
Robin Van Persie er kominn með nýtt starf. AFP

Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Robin van Persie er nýr knattspyrnuþjálfari karlaliðs Heerenveen. 

Van Persie skrifar undir tveggja ára samning við hollenska félagið en undanfarin ár hefur hann starfið við þjálfun ungra leikmanna hjá Feyenoord. 

Van Perise var á sínum tíma einn best leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar er hann lék með Arsenal og síðan Manchester United. 

Þá á hann flest landsliðsmörk fyrir karlalið Hollands eða 50 talsins. 

Heerenveen er í tíunda sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, af 18 liðum, þegar ein umferð er eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert