Fer ekki á Ólympíuleikana

Sam Kerr fagnar marki í leik með ástralska landsliðinu.
Sam Kerr fagnar marki í leik með ástralska landsliðinu. AFP/Izhar Khan

Markahrókurinn Sam Kerr, sóknarmaður Chelsea, verður fjarri góðu gamni þegar kvennalið Ástralíu í knattspyrnu tekur þátt á Ólympíuleikunum í París í sumar.

Kerr sleit krossband í hné á æfingu með Chelsea í janúar síðastliðnum og verður ekki orðin leikfær í tæka tíð fyrir leikana, sem hefjast í lok júlí.

Knattspyrnufólk er iðulega frá æfingum og keppni í um níu mánaða skeið þegar um krossbandsslit er að ræða og má því vænta þess að Kerr, sem er markahæsti leikmaður í sögu ástralska kvennalandsliðsins, snúi aftur þegar nær dregur hausti.

Tony Gustavsson, þjálfari Ástralíu, tilkynnti æfingahóp fyrir Ólympíuleikana í dag og tjáði þá fréttamönnum að Kerr yrði ekki með á leikunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert