Nóg af stjörnum í leikmannahópi Portúgals

Cristiano Ronaldo er að sjálfsögðu á sínum stað.
Cristiano Ronaldo er að sjálfsögðu á sínum stað. AFP/Melo Moreira

Þjálfarinn Roberto Martínez hefur tilkynnt þá 26 leikmenn sem eru á leiðinni með Portúgal á Evrópumótið í knattspyrnu í Þýskalandi í sumar. 

Stjörnunar Portúgals eru á sínum stað en Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Bernardo Silva, Diogo Jota, Rafael Leao, Rúben Dias og Pepe eru allir á sínum stað. 

Portúgal er F-riðli mótsins með Tékklandi, Tyrklandi og Georgíu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert