Stuðningsmenn bálreiðir yfir brottför Söru

Sara Björk Gunnarsdóttir og Ragnar Frank Árnason.
Sara Björk Gunnarsdóttir og Ragnar Frank Árnason. Eggert Jóhannesson

Stuðningsmenn ítalska knattspyrnufélagsins eru allt annað en sáttir við að Sara Björk Gunnarsdóttir sé á förum frá félaginu. 

Sara yfirgefur Juventus eftir tveggja ára veru en hún gekk til liðs við félagið frá Lyon sumarið 2022. 

Í tilkynningu félagsins á Instagram má sjá afar pirraða stuðningsmenn í kommentakerfinu. 

Þeir átta sig ekkert á því hví Sara sé að fara. „Þið eyðilögðuð fullkomið lið,“ má lesa á efsta ummælinu. Segja þá margir stuðningsmenn að kvennaliðið sé einnig eyðilagt, en illa hefur gengið hjá karlaliðinu undanfarin ár. 

Pirringur stuðningsmanna virðist helst tengjast leikmannaleysi hjá félaginu. Nú eru nokkrir þekktir leikmenn á förum og fátt heyrst af nýjum í staðinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert