Valinn bestur fram yfir Kane

Florian Wirtz átti magnað tímabil.
Florian Wirtz átti magnað tímabil. AFP/Alberto Pizzoli

Þýski knattspyrnumaðurinn Florian Wirtz, sóknarmaður Bayer Leveruksen, var valinn besti leikmaður tímabilsins í þýsku 1. deildinni í gær. 

Leverkusen-liðið fór ósigrað gegnum deildina og vann hana þægilega. Wirtz skoraði 11 mörk og lagði önnur 11 upp en hann er vonarstjarna liðsins. 

Wirtz vinnur verðlaunin fram yfir enska landsliðsfyrirliðann Harry Kane sem skoraði 36 mörk og lagði átta upp fyrir Bayern München.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert