Bryndís til liðs við Royal Charleroi

Bryndís Guðmundsdóttir, landsliðskona í körfuknattleik og leikmaður Keflavíkurliðsins, er á leið til Belgíu en hún hefur gert samning við Royal Charleroi þar í landi. Bryndís, sem er tvítug að aldri og leikur í stöðu framherja, hefur átt fast sæti í A-landsliðinu um nokkurra ára skeið og var í sigurliði Íslands gegn Írum í Evrópukeppninni í fyrrakvöld. Bryndís heldur utan í næstu viku en hún hefur gert samning út þessa leiktíð en tímabilinu í Belgíu lýkur um mánaðamótin febrúar-mars.

Þess má geta að sambýlismaður Bryndísar, Aron Ómarsson sem varð Íslandsmeistari í mótorkrossi í sumar mun verða við æfingar og keppni í Belgíu.

gummih@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert