3. sætið í höfn hjá Íslendingum

Marki fagnað gegn Kína í gærkvöldi.
Marki fagnað gegn Kína í gærkvöldi. mbl.is/Kristján Maack

Ekkert getur komið í veg fyrir að Ísland nái verðlaunasæti í B-riðli 2. deildar á HM í íshokkí en riðilinn er leikinn í Narva í Eistlandi. Aðeins Kína og Nýja-Sjáland geta náð Íslandi að stigum en þá gildir innbyrðisviðureign þjóðanna og Ísland vann báðar þessar þjóðir.

Ísrael tapaði fyrir Kína 2:7 í fyrsta leik dagsins í dag og þar með varð ljóst að Ísland getur ekki hafnað neðar en í 3. sæti. Ísrael hefur tapað öllum sínum leikjum og getur ekki náð Íslandi að stigum. 

Rúmenía og Eistland eru með fullt hús stiga en Ísland mætir Eistlandi í kvöld. 

mbl.is