Trump vill setja leikmenn sem krjúpa í bann

Trump vill dæma alla leikmenn sem krjúpa, þegar þjóðsöngurinn er ...
Trump vill dæma alla leikmenn sem krjúpa, þegar þjóðsöngurinn er spilaður, í leikbann. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill að leikmenn sem krjúpa, þegar bandaríski þjóðsöngurinn er spilaður fyrir leiki í NFL-deildinni, verði dæmdir í bann. Margir leikmenn deildarinnar krupu þegar þjóðsöngurinn var spilaður á síðustu leiktíð til þess að sýna samstöðu með svörtu og lituðu fólki í Bandaríkjunum.

Í vor var greint frá því að leikmenn sem krjúpa, þegar þjóðsöngurinn er spilaður, muni fá fjársekt en Trump vill ganga ennþá lengra. „Er það ekki í samningum leikmanna að þeir verði að standa og vera með hægri hönd á brjóskassa sínum þegar þjóðsöngurinn er spilaður?" sagði Trump á Twitter.

„Ef þú krýpur þá færðu eins leiks bann, ef þú gerir það aftur þá ferðu í bann út tímabilið og færð ekki greitt heldur," sagði forsetinn svo að lokum en leiktíðin í NFL-deildinni er afar stutt og er spilað á fjórum mánuðum, allt í allt, með úrslitakeppni deildarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina