Lochte enn og aftur kominn í klandur

Ryan Lochte er kominn í bann á nýjan leik.
Ryan Lochte er kominn í bann á nýjan leik. AFP

Ryan Lochte, einn besti sundmaður heims, er enn og aftur búinn að koma sér í klandur. Lochte, sem hefur tólf sinnum komist á verðlaunapall á Ólympíuleikum, hefur verið úrskurðaður í 14 mánaða keppnisbann fyrir að falla á lyfjaprófi.

Lochte fékk tíu mánaða bann fyrir tveimur árum, fyrir að ljúga því að hann og þrír liðsfélagar hafi verið rændir á Ólympíuleikunum í Ríó. Michael Phelps er eini Bandaríkjamaðurinn sem hefur unnið fleiri verðlaun í sundi á Ólympíuleikum en Lochte. 

Lochte birti mynd af sér á Twitter þar sem hann var í sprautumeðferð. Í kjölfarið rannsakaði Alþjóðalyfjaeftirlitið málið og fór Lochte í lyfjapróf sem hann féll á. Bandaríska lyfjasambandið bannar sprautumeðferðir, ef ekki er um meðferð á sjúkrahúsi eða skurðaðgerðir að ræða. 

„Ég hef aldrei neytt ólöglegra lyfja og ég hef aldrei reynt að ná forskoti með ólöglegum efnum. Ég myndi aldrei viljandi brjóta lyfjareglur. Þetta er ný regla og ég átti að vita betur," sagði Lochte, sem vonast enn til að komast á Ólympíuleikana í Tókýó eftir tvö ár. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert