Jafntefli - eða hvað?

Deontay Wilder slær Tyson Fury í níundu lotunni.
Deontay Wilder slær Tyson Fury í níundu lotunni. AFP

Keppni Deontay Wilder og Tyson Fury um heimsmeistaratitilinn í þungavigt hér í Staples Center á laugardagskvöld lauk með úrskurði dómara um jafntefli. Um leið og úrskurðurinn var tilkynntur létu áhorfendur óánægju sína í ljós með samhljóða sautján þúsund hrópum og bauli. Ljóst var að stuðningsfólk beggja kappa héldu að þeirra maður hefði unnið. 

Við hér á Morgunblaðinu vorum viðstaddir bardagann, sem var auglýstur sem nokkurskonar endurreisn íþróttarinnar hér vestra. 

Hnefaleikar á undanhaldi á íþróttamarkaði Bandaríkjanna

Hnefaleikaíþróttin hefur átt í erfiðleikum hér í Bandaríkjunum undanfarna áratugi og er litið á hana sem minniháttar atvinnuíþrótt samanborið við vinsælustu liðsíþróttirnar. Íþróttin er jafnvel á eftir öðrum einstaklingsíþróttum s.s. kvennafimleikum og sumum vetraríþróttum. Margir sérfræðingar um íþróttamarkaðinn bera hnefaleika saman við hestakappreiðar sem dæmi um tvær íþróttir sem voru geysivinsælar um áratugi hér vestra, en eru á miklu undanhaldi þessa dagana. 

Tyson Fury slær Deontay Wilde í sjöundu lotunni í Staples …
Tyson Fury slær Deontay Wilde í sjöundu lotunni í Staples Center. AFP

Hnefaleikaíþróttin var um áratugabil ein af vinsælustu íþróttunum hér vestra og voru Bandaríkjamenn oft heimsmeistarar – sérstaklega í efsta þyngdarflokkum. Nöfn á borð við Jack Johnson, Rocky Marciano, Joe Luis, Sonny Liston, Muhammad Ali, Joe Frazier, Geroge Forman, Evander Holyfield, og Mike Tyson vöru landsþekkt í gegnum áratugina. 

Það má mörgu um kenna hvernig farið hefur fyrir íþróttinni, en eftir að Mike Tyson beit í eyrað á Evander Holyfield 1997 í Las Vegas, fékk margt íþróttaáhugafólkið nóg af hnefaleikum og fóru að líta á bransann sem brandara. Ekki bætti úr að hérlendir hnefaleikakappar voru ekki lengur í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Eins og margur landinn veit, þá hafa bandarískir íþróttaeðjótar venjulega ekki mikinn áhuga á íþróttum þegar þeirra fólk er ekki í toppbarátunni. 

Til að gera hlutina enn verri gátu hin fjögur mismunandi sambönd sem skipuleggja keppni atvinnumanna, ekki komið sér saman um hver ætti að vera séður sem heimsmeistari. Þessi ágreiningur sambandanna hefur sjálfsagt gert meira en nokkuð annað að dvína vinsældir íþróttarinnar hér í landi. Fátt ergir íþróttaunnendur meira en ringulreið um það hver ætti að vera séður sem meistari í tiltekinni íþrótt. Við viljum að einstaklingar og lið útkljái það í keppni á vellinum, gólfinu, eða hringnum. Ekki einhverjir stjórnendur sérsambanda að útkljá það - reykjandi vindla í dimmum bakherbergjum. 

Bardagi kappanna á laugardag átti að styrkja stöðu Wilders sem meistara ef hann gæti varið titilinn gegn Fury. Af þeim sökum var því margt sem jók áhugann á bardaganum. 

Tyson Fury í gólfinu í níundu lotu.
Tyson Fury í gólfinu í níundu lotu. AFP

Mikil rimma

Báðir komu inn í þessa rimmu taplausir, Wilder unnið alla 40 bardaga sína og Fury 27.

Wilder (33 ára) hóf íþróttaferil sinn sem ruðningsleikmaður með Alabama háskólanum, en þurfti síðan að hætta svo hann gæti unnið sér inn pening til að sjá um veika dóttir sína. Hann tók upp hnefaleika og kom á óvart með því að vinna bronsverðlaun á Ólympíuleikunum í Kína 2008.

Fury (þrítugur) vakti fyrst meiriháttar athygli 2015 þegar hann vann heimsmeistaratitilinn með því að vinna rússneska heimsmeistarann Wladimir Klitschko. Á næstu tveimur árum lenti hann svo í allskonar persónulegum vandamálum og það var ekki fyrr en í ár að hann hóf keppni að nýju. Hann er séður af mörgum unnendum íþróttarinnar sem óútreiknanlegur persónuleiki í íþrótt sem hægt og sígandi hefur orðið jafn andlaus og aðrar atvinnuíþróttir.

Þrátt fyrir allt hafurtaskið í kringum bardagann dagana fyrir hann, vakti keppni Wilder og Fury sjálfsagt meiri athygli í Evrópu, sérstaklega í Bretlandi þar sem Fury vinsæll.

Mikil stemming

Eitt að því sem vakti strax athygli manns þegar kapparnir voru kynntir var hversu stórir þeir eru. Báðir yfir tvo metra á hæð, en Fury um tuttugu kílóum þyngri (116 kíló).

Það var ótrúleg stemming í höllinni þegar kapparnir komu frá búningsherbergjum sínum. Þegar þjóðsöngvar landanna tveggja voru spilaðir áður en að þeir mættu í hringinn, var ljóst að þúsundir Breta höfðu komið hingað til Los Angeles á bardagann. Þeir tóku hraustlega undir þegar God Save The Queen var leikið og ekki létu heimamenn gestina eina um sönginn í þeim síðari.

Bardaginn sjálfur einkenndist af því að Fury, sem hefur mjög óhefðbundinn baráttustíl, leifði Wilder að taka yfirhöndina. Wilder var sýnilegri aðgangsharðari, en Fury svaraði með því að koma inn höggum þegar Wilder gekk að honum.

Þannig gekk þetta þar til í níundu lotu þegar Wilder náði góðum vinstrihandarkróki sem sendi Fury í gólfið. Hann stóð hinsvegar fljótt upp aftur og áhangendur kappans fylltu höllina með stuðningshrópum. Áfram hélt barningurinn og í tólftu - og síðustu - lotunni virtist slagurinn búinn þegar Wilder - enn á ný - sló Fury í gólfið með tveimur fljótum höggum eftir að hafa opnað gott tækifæri fyrir sig.

Fury lá hreyfingslaus í nokkrar sekúndur þar til að hann allt í einu – rétt eins og það best gerist í kvikmyndum – virtist rakna við sér. Hann rétt náði að standa upp áður en að dómarinn í hringnum taldi hann út. Það tók Fury smá tíma að sýna dómaranum að hann væri tilbúinn að halda áfram. Hann náði að klára bardagann – við rosalegan fögnuð Bretanna í höllinni.

Að loknum bardaganum föðmuðust þeir kappar lengi vel og var augljóst að þar var töluverð virðing var á milli þeirra tveggja.

Tyson Fury og Deontay Wilder með dómaranum Jack Reiss að …
Tyson Fury og Deontay Wilder með dómaranum Jack Reiss að bardaganum loknum. AFP

Erfitt að meta sigurvegara

Fyrir áhorfanda eins og mig – ég get ekki verið talinn sérfræðingur í íþróttinni – virtist augljóst að Wilder var sigurvegari. Ég var jafnhissa á úrskurði dómaranna og flestir aðrir. Ekki það að ég hafi haldið með öðrum kappanum í bardaganum, heldur aðeins frá auga áhugamannsins.

Ég hugsaði með mér um leið og ég yfirgaf salinn til að skrifa þessi orð í næði blaðamannastúkunnar: „Ekki nema von að boxíþróttin sé á undanhaldi. Hvernig gátu dómararnir dæmt þetta jafntefli? Kannski vilja allir hér aðra keppni þessara tveggja og að þetta var allt bara plat.”

Eftir að hafa talað við nokkra kollega mína um þetta, varð mér ljóst að skorun dómara í íþróttinni er flókin og að högg þau sem Fury náði í andlit Wilder skiluðu sér vel í skorunarspjald dómaranna.

Það fór vel á með köppunum eftir bardagann.
Það fór vel á með köppunum eftir bardagann. AFP

Manni virtist einnig sem að Wilder hefði verið of villtur í höggum sínum. Í tíma og ótíma lét hann þessi svakalegu högg flakka án þess að hitta Fury. Kappinn viðurkenndi það einnig í lokin á góðum blaðamannafundi hér í Staples Center. „Ég flýtti mér allt of mikið með höggin mín, sem ég hef sjaldan áður gert. Ég var ekki nægilega þolinmóður.” Hann bætti þó við: „Þegar við berjumst næst mun ég ekki gera sömu mistökin.”

Þrátt fyrir að hafa verið sleginn tvisvar í gólfið, var Fury bara hress og jákvæður á sínum blaðamannafundi. „Hann er með öflug högg, en ég gat varist þau flest í kvöld. Ég var á útivelli og var sleginn í gólfið tvisvar, en ég held að ég hafi samt unnið.”

Sagt eins og maður með sjálfstraust.

Þetta var fínn bardagi – sá fjórði sem undirritaður sá – og var augljóst á öllum hér á blaðamannafundinum að það væri bara tímaspursmál hvenær þessir kappar kepptu að nýju.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert