Rafn og Anna vörðu titla sína

Rafn Kumar Bonifacius og Anna Soffía Grönholm.
Rafn Kumar Bonifacius og Anna Soffía Grönholm. mbl.is/Kristinn Magnússon

Rafn Kumar Bonifacius úr úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykajvíkur og Anna Soffía Grönholm, úr Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs, vörðu Íslandsmeistaratitla sína í tennis innanhúss en Íslandsmótinu lauk í tennishöllinni í Kópavogi í gær.

Rafn Kumar mætti föður sínum, Raj Bonifacius, í úrslitaleiknum í karlaflokki og hafði Rafn betur í tveimur settum. Hann vann það fyrra 6:3 og það seinna 6:0.

Feðgarnir léku svo saman í tvíliðaleiknum og unnu þeir Björgvin Atla Júlíusson, Víkingi, og Brynjar Sanne Engilbertsson, úr BH, 9:0 í úrslitaleik.  

Anna Soffía bar sigur­orð af Soffíu Sól­ey Jón­as­dótt­ur, Tenn­is­fé­lagi Kópa­vogs, í tveim­ur sett­um 6:1 og 6:2. Þær unnu sam­an í tvíliðal­eik á móti Ingi­björgu Önnu Hjart­ar­dótt­ur úr BH, og Selma Dagmar Óskarsdóttur úr TFK, 9:2.

Eva Diljá Arnþórsdóttir, Víkingi, og Björgvin Atli höfnuðu í þriðja sæti í meist­ara­flokk kvenna og karla í einliðal­eik.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »