Þriðja heimsmeistaramótið á fjórum mánuðum

Axel Orongan og Gunnar Arason, leikmenn íslenska karlalandsliðsins í íshokkí, eru að taka þátt á sínu þriðja heimsmeistaramóti á fjórum mánuðum. Þeir voru báðir í eldlínunni með U20 ára landsliði Íslands í Reykjavík í janúar.

Þá voru þeir fyrirliðar U18 ára landsliðsins í Búlgaríu í mars en þar voru þeir stigahæstu leikmenn mótsins. Þeir eru nú staddir með íslenska A-landsliðinu í Mexíkó þar sem liðið leikur í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramóts karla í Mexíkóborg.

Þrátt fyrir að vera nýorðnir 18 ára og verandi yngstu leikmenn liðsins gefa þeir Axel og Gunnar ekkert eftir í Mexíkó. Axel hefur skorað tvö mörk og gefið tvær stoðsendingar og Gunnar er með þrjár stoðsendingar á mótinu.

Axel Snær Orongan á fullri ferð með íslenska landsliðinu.
Axel Snær Orongan á fullri ferð með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert
mbl.is