Fjórði heimsmeistaratitill Frazer-Pryce

Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar með tveggja ára syni sínum.
Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar með tveggja ára syni sínum. AFP

Shelly-Ann Fraser-Pryce frá Jamaíka vann í kvöld sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í 100 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Doha í Katar.

Fraser-Pryce, sem er 32 ára gömul, vann sannfærandi sigur en hún kom í mark á 10,71 sekúndu

Evrópumeistarinn Dina Asher-Smith frá Bretlandi hreppti silfurverðlaunin en tími hennar var 10,83 sekúndur og hún setti þar með nýtt breskt met. Marie-Josee Ta Lou frá Fílabeinsströndinni hafnaði í þriðja sæti en silfurverðlaunahafinn frá HM 2017 kom í mark á 10,90 sekúndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert