Endurskoðar fyrri ákvörðun sína

Mo Farah í Chicago-maraþoninu í október. Þar kom hann fyrstur …
Mo Farah í Chicago-maraþoninu í október. Þar kom hann fyrstur í mark í fyrra en í ár tókst honum ekki að berjast um sigurinn. AFP

Ólympíu- og heimsmeistarinn Mo Farah er ekki hættur á hlaupabrautinni eftir allt saman. Hann segist nú ætla að keppa í 10 þúsund metra hlaupi á næsta ári en frá árinu 2017 hefur Farah snúið sér að maraþonhlaupum á götum stórborga eftir að hafa verið sérlega sigursæll í bæði 5 og 10 þúsund metrunum á stórmótum.

Farah segist ætla að leggja hart að sér en tíminn verði að leiða í ljós hvort hann sé enn jafn fljótur og þegar best lét. Farah er 36 ára gamall og því erfiðara að segja til um en áður hverjir möguleikar hans eru á sigri á stórmóti.

Ólympíuleikarnir fara fram í Tókýó næsta sumar en Farah er ekki með keppnisrétt þar í 10 þúsund metra hlaupi sem stendur. Hann hefur hins vegar nægan tíma til að ná lágmarki í greininni. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »