Ferl­in­um gæti verið lokið hjá Zlat­an

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. AFP

Sænski knatt­spyrnumaður­inn Zlat­an Ibra­himovic hefur mögulega spilað sínn síðasta leik en hann meiddist á æfingu í morgun og mun líklega ekki spila meira með AC Milan á tímabilinu.

Zlatan sneri aftur til Ítalíu í janúar og gekk til liðs við sitt gamla félag á San Siro eftir að hafa spilað þar áður í Bandaríkjunum. Framherjinn er orðinn 38 ára gamall og verður samningslaus í lok júní. Hann átti við meiðsli í kálfa að stríða í febrúar og samkvæmt Sky á Ítalíu eru þetta sömu meiðsli sem hann varð fyrir í dag.

Það er ólíklegt að Svíinn verði áfram í herbúðum liðsins og þá hafa sögusagnir verið á kreiki um að kappinn ætli að leggja skóna á hilluna eftir glæstan feril. AC Milan situr sem stendur í 7. sæti ítölsku deildarinnar en óvíst er hvenær keppnin getur farið aftur af stað. Hlé var gert á henni í mars vegna kórónuveirufaraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert