Lygilegt heimsmet og flughræðsla

Heimir Guðjónsson þjálfaði Adrian Justinussen hjá HB í Færeyjum.
Heimir Guðjónsson þjálfaði Adrian Justinussen hjá HB í Færeyjum.

Færeyingurinn Adrian Justinussen hefur komið víða við í umfjöllun íslenskra íþróttafjölmiðla um helgina enda kannski ekki óeðlilegt þar sem hann setti ótrúlegt heimsmet á sunnudaginn.

Hann skoraði nefnilega þrennu úr aukaspyrnum á aðeins átta mínútum í færeysku efstu deildinni, sem er eiginlega lygilegt. Gamla serbneska kempan Sinisa Mihajlovic átti metið áður, gerði aukaspyrnuþrennu með Lazio á rúmum tuttugu mínútum árið 1998.

Frændi okkar bætti því metið um einar 15 mínútur! Það er ekki algengt að klárir aukaspyrnusérfræðingar fái þrjár spyrnur nálægt marki andstæðings í einum og sama leiknum, hvað þá á átta mínútum.

Íslendingurinn Heimir Guðjónsson þjálfaði Justinussen síðustu tvö ár í Færeyjum og bar honum vel söguna í útvarpsþætti Fótbolta.net. Einnig sagði hann frá því að markaskorarinn væri viti sínu fjær af flughræðslu og hefði hreinlega afboðað sig í verkefni erlendis hennar vegna.

Bakvörðinn í heild sinni má sjá á íþrótt­asíðum Morg­un­blaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert