Fyrsta keppni á nýrri mótaröð

Laurent Jegu og Eliot B. Robertet
Laurent Jegu og Eliot B. Robertet Ljósmynd/Tennis.is

Laurent Jegu hjá Hafna- og mjúkboltafélagi Reykjavíkur stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta móti nýrrar mótaraðar Tennissambands Íslands. Mótaröðin er samvinnuverkefni TSÍ og Alþjóðatennissambandsins (ITF).

Notast er við svokallaðan ITN-styrkleikaflokk (international tennis number) svo að keppendur byrji keppni á móti jafnsterkum andstæðingi og vinni sig svo upp í að keppa gegn sterkari spilurum. Sem fyrr segir vann Jegu sigur á fyrsta mótinu en keppt var á tennisvelli Víkings. Jegu mætti Eliot B. Robertet frá tennisfélagi Kópavogs í úrslitum og vann 6:0 og 7:5.

mbl.is