Víkingur Íslandsmeistari karla og kvenna

Nevena Tasic er Íslandsmeistari í borðtennis með Víkingi Reykjavík.
Nevena Tasic er Íslandsmeistari í borðtennis með Víkingi Reykjavík. Mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Víkingur Reykjavík varð í dag tvöfaldur Íslandsmeistari þegar karla- og kvennalið félagsins unnu 1. deild karla og kvenna í borðtennis.

Karlalið Víkings sigraði lið BH frá Hafnarfirði í úrslitaleik, 3:1. Liðið er skipað Inga Darvis, Magnúsi Hjartarsyni og Daða Guðmundssyni.

Kvennalið Víkings sigraði A-lið KR í úrslitaleik, 3:1. Liðið er skipað Nevenu Tasic, Lóu Zink, Agnesi Brynjarsdóttur og Stellu Kristjánsdóttur.

mbl.is