Hefði getað náð lengra á heimsvísu

„Í mínum draumaheimi þá meiddist ég aldrei,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í sundi, í Dagmálum, frétta- og menningarlífsþætti Morgunblaðsins.

Eygló, sem er 26 ára gömul, lagði sundhettuna á hilluna í júní á síðasta ári en hún hefur verið að glíma við meiðsli í mjóbaki frá árinu 2017 og þau urðu að lokum til þess að hún ákvað að leggja sundið til hliðar.

Eygló var kjörin íþróttamaður ársins 2015 en hún vann til tvennra bronsverðlauna á Evrópumeistaramótinu í Netanya í Ísrael, í 100m baksundi og 200m baksundi, og varð um leið fyrst íslenskra kvenna til þess að komast á verðlaunapall á Evrópumeistaramóti í 25 metra laug.

„Ég ætlaði mér á Ólympíuleikana í Tókýó og markmiðið var að komast á pall þar,“ sagði Eygló.

„Ég var í frábærri stöðu á heimsvísu og hefði klárlega getað náð ennþá lengra.

Það er kannski mesta eftirsjáin,“ sagði Eygló meðal annars.

Viðtalið við Eygló í heild sinni má nálgast með því að smella hér. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert