Sigurvegarinn Mourinho

José Mourinho kissir bikarinn.
José Mourinho kissir bikarinn. Alex Pantiling

José Mourinho varð í gær fyrsti þjálfarinn til að vinna alla þrjá helstu Evrópubikarana þegar lið hans Roma vann Sambandsdeildina eftir1:0 sigur á Feyenoord í gærkvöld. 

Mourinho hefur því unnið Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildina og Sambandsdeildina. Hann vann Meistaradeildina árin 2004 með Porto og 2010 með Inter Mílanó. Evrópudeildarsigrarnir komu með Porto árið 2003 og 2017 með Manchester United, svo Sambandsdeildin í ár með Roma.

Mourinho er annar þjálfari sögunnar til að vinna fimm Evróputitla en Giovanni Trapattoni gerði það einnig. 

Eftir leikinn í gær staðfesti Mourinho að hann yrði áfram hjá Roma, hann segist elska Roma og geti ekki ímyndað sér að vera annarsstaðar. 

mbl.is