Kelce trompaðist út í þjálfarann (myndskeið)

Travis Kelce brjálaður út í þjálfarann Andy Reid í nótt.
Travis Kelce brjálaður út í þjálfarann Andy Reid í nótt. AFP/Jamie Squire

Travis Kelce var allt annað en sáttur með þjálfara sinn Andy Reid í Ofurskálaleik Kansas City Chiefs og San Francisco 49ers í Las Vegas í nótt. 

Kelce, Reid og Kansas unnu að lokum leikinn og urðu NFL-meistarar annað árið í röð en er annar leikhluti var tiltölulega nýhafinn trompaðist Kelce út í þjálfarann sinn. 

Staðan var 3:0 fyrir San Francisco þegar að myndavélin sýndi Kelce trompast út í þjálfara sinn Andy Reid fyrir að vera ekki inná. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert