Úrslitin réðust á síðustu sekúndunum

Leikmenn Kansas City fagna sigrinum í nótt.
Leikmenn Kansas City fagna sigrinum í nótt. AFP/Steph Chambers

Mecole Hardman reyndist hetja Kansas City Chiefs þegar liðið hafði betur gegn San Francisco 49ers í Ofurskálaleiknum í Las Vegas í Bandaríkjunum í nótt.

Leiknum lauk með naumum sigri Kansas, 25:22, en Hardman tryggði Kansas City sigurinn í  framlengingu.

Leikurinn var í járnum allan tímann en San Francisco leiddi með sjö stigum í hálfleik, 10:3. Kansas svaraði strax í þriðja leikhluta og Marquez Valdes-Scantling kom Kansas yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir af þriðja leikhluta með snertimarki.

San Francisco komst svo aftur yfir með snertimarki, 16:13, en Harriso Butker jafnaði strax í 16:16. Jake Moody kom svo San Francisco yfir með vallarmarki þegar tvær mínútur voru til leiksloka en Harrison Butker svaraði fyrir Kansas City þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og því var gripið til framlengingar.

Þar skoraði Jake Moody vallarmark fyrir San Francisco áður en Hardman skoraði snertimark í síðustu sókn leiksins og tryggði Kansas City sigurinn, annað árið í röð.

Mecole Hardman tryggir Kansas City sigurinn í nótt.
Mecole Hardman tryggir Kansas City sigurinn í nótt. AFP/Ezra Shaw
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka