Valdís hafnaði í 5. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir.
Valdís Þóra Jónsdóttir. Ljósmynd/LET/Tristan Jones

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, endaði smtals á pari vallarins á VP Bank Ladies Open-golfmótinu í Let-Access-mótaröðinni, þeirri næststerkustu í Evrópu. Þriðji og síðasti hringurinn var leikinn í dag.

Valdís Þóra var á einu undir pari eftir fyrri níu holurnar í dag, en missti flugið á seinni hluta hringsins og fékk þar tvo skolla og einn skramba. Hún kom því í hús á þremur höggum yfir pari vallarins og hafnaði samtals á pari.

Linda Henriksson stóð uppi sem sigurvegari á fjórum höggum undir pari.

mbl.is