Guðrún Brá með sögulegan árangur

Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Keili, hefur brotið blað í íslenskri golfsögu með sæti sínu á heimslista áhugamanna í golfi.

Tveir heimslistar eru notaðir í golfíþróttinni; annars vegar heimslistar atvinnukylfinga karla og kvenna og hins vegar heimslistar áhugakylfinga karla og kvenna.

Guðrún Brá er í 112. sæti á heimslista áhugakylfinga í kvennaflokki, en aldrei hefur íslenskur kvenkylfingur komist hærra á þessum lista. Guðrún Brá hefur farið upp um rúmlega 200 sæti á listanum frá árinu 2014. Næst á eftir kemur Ragnhildur Kristinsdóttir, GR, í 868. sæti.

Guðrún Brá fylgir því í fótspor Ólafíu Þórunnar Kristinsdóttur sem hefur hæst náð 179. sæti á lista atvinnukylfinga, sem er það hæsta sem íslenskur kylfingur hefur náð á þeim lista.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert