Sá besti vann fyrsta mót ársins

Dustin Johnson með sigurlaun sín.
Dustin Johnson með sigurlaun sín. AFP

Dustin Johnson, efsti maður heimslistans í golfi, vann fyrsta mót ársins á PGA-mótaröðinni sem fram fór á Hawaii um helgina.

Hinn 33 ára gamli Johnson lék samtals á 24 höggum undir pari og var átta höggum á undan næsta manni, Jon Rahm, sem var á 16 höggum undir pari.

Johnson byrjar því árið 2018 vel eins og hann gerði á síðasta ári, en hann vann þá þrjú mót í röð áður en hann meiddist og missti þá meðal annars af Masters-mótinu.

mbl.is