Valdís meðal þeirra efstu – Erfitt hjá Ólafíu

Valdís Þóra og Ólafía Þórunn.
Valdís Þóra og Ólafía Þórunn. Ljósmynd/GSÍ

Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni er á meðal efstu kylfinga eftir fyrsta hringinn á Ladies Classic Bonville-mótinu sem fram fer í Ástralíu en mótið er hluti af LET-Evrópumótaröðinni. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er einnig á meðal keppenda en illa gekk hjá henni í fyrsta hringnum sem hófst í nótt að íslenskum tíma.

Valdís Þóra lék fyrsta hringinn á 69 höggum eða á þremur höggum undir pari og er jöfn í 2.-3. sæti en flestir kylfingar eru við það að klára fyrsta hringinn. Valdís krækti sér í sex fugla, fékk skolla á þremur og spilaði níu holur á parinu.

Ólafía Þórunn náði sér engan veginn á strik en hún lék fyrsta hringinn á 79 höggum eða á sjö höggum yfir pari og er í 113. sæti. Ólafía fékk aðeins einn fugl, fékk skolla á fimm holum og þrefaldan skolla á einni holunni.

Englendingurinn Clyburn Holly er í forystu en hún lék fyrsta hringinn á 65 höggum eða á fimm höggum undir pari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert