Tiger og Els verða fyrirliðar

Tiger Woods.
Tiger Woods. AFP

Tiger Woods verður fyrirliði Bandaríkjanna og Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els fyrirliði alþjóðaliðsins í Forsetabikarnum í golfi sem fram fer í Melbourne í Ástralíu á næsta ári.

Þetta verður í fyrsta sinn sem þeir Woods og Els verða í þessu hlutverkum en báðir hafa þeir tekið þátt átta sinnum í þessari keppni og hefur Woods þrisvar sinnum hrósað sigri í keppninni, oftar en nokkur annar kylfingur.

mbl.is