Ragnhildur nýliði ársins

Ragnhildur Kristinsdóttir
Ragnhildur Kristinsdóttir mbl.is/Árni Sæberg

Ragnhildur Kristinsdóttir var valin nýliði ársins í sínum riðli í bandaríska háskólagolfinu, NCAA,  en hún leikur fyrir Eastern Kentucky-skólann. 

Frá þessu er greint á vef Golfsambandsins en Ragnhildur hafnaði þrívegis á meðal fimm efstu í þeim níu mótum sem hún tók þátt í.

Hún sigraði á einu þeirra, Pinehurst Intercollegiate, sem fram fór í mars.

Fréttin á golf.is

mbl.is