Ólafía færir sig til Alabama

Ólafía og Cheyenne Woods eru báðar skráðar til leiks í …
Ólafía og Cheyenne Woods eru báðar skráðar til leiks í Alabama. Ljósmynd/GSÍ

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður á meðal keppenda á næsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi sem fram fer í Alabamaríki í Bandaríkjunum og hefst á fimmtudag. 

Um er að ræða Opna bandaríska meistaramótið sem er eitt af risamótunum fimm. Fer það fram á Shoal Creek-golfsvæðinu en búast má við því að spilað verði í miklum hita enda Alabama eitt af suðurríkjunum. Ólafía lék í síðustu viku í Michigan og er því á ferð og flugi. 

Mótið er einnig merkilegt fyrir þær sakir að það hóf göngu síðan árið 1946 og er elst þeirra móta sem nú eru á LPGA-mótaröðinni. 

Park Sung-Hyun sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía komst ekki inn í mótið í fyrra en þá var Valdís Þóra Jónsdóttir á meðal keppenda. Vann hún sér rétt til þátttöku í mótinu með frábærri frammistöðu í úrtökumóti. Valdís lék á 78 og 75 höggum á Opna bandaríska og komst ekki í gegnum niðurskurð keppenda. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert