Ólafía áfram eftir góðan hring

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Ljósmynd/LPGA

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir komst í dag í gegnum niðurskurðinn á Marathon Classic-mótinu í Sylvania í Ohio-ríki í Bandaríkjunum en mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni. 

Hún lék hringinn í dag á 68 höggum eða á þremur höggum undir pari og er hún alls á fjórum höggum undir pari. Hún er sem stendur í 15.-24. sæti, en staða hennar gæti breyst er allir kylfingar ljúka leik á öðrum hring. 

Ólafía fékk fimm fugla, tvo skolla og ellefu pör í dag. Caroline Hewall frá Svíþjóð er efst á níu höggum undir pari. 

Ólafía í Ohio, 2.hringur opna loka
kl. 18:09 Textalýsing 18 - PAR - Þá hefur Ólafía lokið leik í dag. Hún fer í gegnum niðurskurðinn og leikur fjóra hringi allt í allt, vel gert.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert