Birgir Leifur á ferð og flugi

Birgir Leifur Hafþórsson
Birgir Leifur Hafþórsson mbl.is

Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr GKG, þræðir um þessar mundir mótin á Evrópumótaröðinni, þeirri næststerkustu í heimi. Birgir er skráður til leiks á Made in Danmark og hefst mótið á fimmtudaginn. Birgir hefur fengið nokkur mót á mótaröðinni að undanförnu. Hann komst í gegnum niðurskurð keppenda í Þýskalandi og Svíþjóð en náði ekki í gegn í Tékklandi í síðustu viku þrátt fyrir að leika 36 holur á parinu.

Þar sem Birgir mun leika á Evrópumótaröðinni í vikunni mun hann ekki mæta sem ríkjandi meistari á Cordon Golf Open í Frakklandi. Mótið vann Birgir í fyrra og tryggði sigurinn honum keppnisrétt á Evrópumótaröðinni í ár. Er það væntanlega sterkasta atvinnumannamót sem Íslendingur hefur unnið. 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »