Guðmundur áfram í efsta sæti

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að gera góða hluti.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er að gera góða hluti.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er í efsta sæti stigalistans á Nordic Golf-mótaröðinni eftir tvö mót. Guðmundur stóð uppi sem sigurvegari á fyrsta móti tímabilsins, Mediter Real Estate Masters, og hafnaði í 9. sæti á öðru móti ársins, PGA Ca­tal­unya Resort Champ­i­ons­hip. 

Guðmundur fékk 9 þúsund stig og 65.000 danskar krónur fyrir sigurinn og 1.310 stig til viðbótar fyrir árangurinn á öðru mótinu. Hann er með 500 stiga forskot á Frakkann Mathieu Fenasse, sem oftast leikur á Áskorendamótaröðinni. 

Haraldur Franklín Magnús er í 33. sæti með 725 stig og Andri Þór Björnsson í 56. sæti með 150 stig. Íslandsmeistarinn Axel Bóasson er hins vegar enn án stiga þar sem hann á eftir að komast í gegnum niðurskurð á tímabilinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert