Ellefu berjast um tíu sæti í stjórn GSÍ

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sækist eftir kjöri í stjórn Golfsambands Íslands.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sækist eftir kjöri í stjórn Golfsambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa 11 aðilar tilkynnt um framboð til stjórnarkjörs hjá Golfsambandi Íslands og verða 10 þeirra kjörnir í stjórn á Golfþingi 2019 sem haldið verður í Laugardalshöll á föstudag og laugardag.

Haukur Örn Birgisson, núverandi forseti GSÍ, var sá eini sem bauð sig fram í embætti forseta og er hann því sjálfkjörinn en hann var á dögunum kjörinn forseti evrópska golfsambandsins.

Þau 11 sem hafa tilkynnt um framboð í stjórn Golfsambands Íslands eru:

Hansína Þorkelsdóttir

Hörður Geirsson

Hulda Bjarnadóttir

Jón B. Stefánsson

Jón Steindór Árnason

Kristín Guðmundsdóttir

Margeir Vilhjálmsson

Ólafur Ingvar Arnarson

Páll Sveinsson

Viktor Elvar Viktorsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

mbl.is