Ellefu berjast um tíu sæti í stjórn GSÍ

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sækist eftir kjöri í stjórn Golfsambands Íslands.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sækist eftir kjöri í stjórn Golfsambands Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls hafa 11 aðilar tilkynnt um framboð til stjórnarkjörs hjá Golfsambandi Íslands og verða 10 þeirra kjörnir í stjórn á Golfþingi 2019 sem haldið verður í Laugardalshöll á föstudag og laugardag.

Haukur Örn Birgisson, núverandi forseti GSÍ, var sá eini sem bauð sig fram í embætti forseta og er hann því sjálfkjörinn en hann var á dögunum kjörinn forseti evrópska golfsambandsins.

Þau 11 sem hafa tilkynnt um framboð í stjórn Golfsambands Íslands eru:

Hansína Þorkelsdóttir

Hörður Geirsson

Hulda Bjarnadóttir

Jón B. Stefánsson

Jón Steindór Árnason

Kristín Guðmundsdóttir

Margeir Vilhjálmsson

Ólafur Ingvar Arnarson

Páll Sveinsson

Viktor Elvar Viktorsson

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert