Heimamaðurinn í forystu fyrir lokadaginn

Brendon Todd á 17. holunni í Memphis í gær.
Brendon Todd á 17. holunni í Memphis í gær. AFP

Heimamaðurinn Brendon Todd er í forystu eftir þrjá hringi á World Golf Championship-mótinu í Memphis en fjórði og síðasti hringurinn hefst í kvöld.

Todd, sem er að eltast við sinn þriðja sigur á PGA-mótaröðinni á tímabilinu, er á 12 höggum undir pari en allmargar stórstjörnur eru á hælunum á honum. Byeong-hun An, frá Suður-Kóreu, er í öðru sæti á 11 höggum undir pari og Bandaríkjamaðurinn Rickie Fowler þriðji á tíu höggum.

Brooks Koepka, sem fjór­um sinn­um hef­ur sigrað á ri­sa­mót­um, er í 4. sæti á níu höggum undir pari en hann vann mótið í fyrra. Stöðuna á mótinu má sjá með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert