Íslandsmótið í holukeppni hafið

Hulda Clara Gestsdóttir er á meðal keppenda á Íslandsmótinu í …
Hulda Clara Gestsdóttir er á meðal keppenda á Íslandsmótinu í holukeppni um helgina. mbl.is/Árni Sæberg

Íslandsmótið í holukeppni 2021 er farið af stað. Mótið fer fram dagana frá 18. til 20. júní á Þorláksvelli hjá Golfklúbbi Þorlákshafnar í fyrsta sinn. Keppt er í kvenna- og karlaflokki.

Líkt og kemur fram á heimasíðu Golfsambands Íslands er mótið í ár það 34. frá upphafi. Fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitla í holukeppni í kvenna- og karlaflokki árið 1988.

Keppendum í kvenna- og karlaflokki var raðað í átta riðla, þar sem staða kylfinga á stigalista réð því í hvaða riðlum þeir leika.

Sem áður segir er þetta í fyrsta sinn sem keppt er á Þorláksvelli á Íslandsmóti í fullorðinsflokki í einstaklingskeppni á vegum Golfsambands Íslands.

Allar nánari upplýsingar um keppendur, riðlaskiptingu, rástíma og fleira er að finna á heimasíðu Golfsambands Íslands.

mbl.is