Tiger dró sig úr keppni

Tiger Woods náði sér ekki á strik í gær.
Tiger Woods náði sér ekki á strik í gær. AFP/Christian Petersen

Tiger Woods hefur dregið sig úr keppni á PGA-meistaramótinu í golfi eftir að hafa leikið einn sinn versta hring á ferlinum á þriðja hring mótsins í gær.

Hann lék á 79 höggum, níu höggum yfir pari í gær, sem er hans þriðji versti árangur á einum hring á ferli sem spannar 26 ár.

Að loknum þriðja hring PGA-mótsins, sem fer fram í Tulsa í Oklahoma-fylki í Bandaríkjunum, í gær var Woods í neðsta sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum, 12 höggum yfir pari.

mbl.is