Keppir á þriðja mótinu á sterkustu mótaröðinni

Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppir í Suður-Afríku í vikunni.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson keppir í Suður-Afríku í vikunni. Ljósmynd/European Tour

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson verður á meðal keppenda á Alfred Dunhill-mótinu á Evrópumótaröðinni í golfi, en mótið hefst á fimmtudaginn kemur í Suður-Afríku. Var Guðmundur á biðlista fyrir mótið, en nú er ljóst að hann verði með. 

Er um þriðja mót tímabilsins á mótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu. Guðmundur keppti einnig á fyrstu tveimur mótunum, sem fóru sömuleiðis fram í Suður-Afríku, en hefur ekki komist í gegnum niðurskurðinn á mótaröðinni til þessa.

Hann verður einnig á meðal kylfinga á AfrAsia Bank Mauritius-mótinu á sömu mótaröð frá 15.-18. desember. Eins og nafnið á mótinu gefur til kynna fer það fram á afrísku eyjunni Máritíus.

Guðmundur Ágúst varð á dögunum annar íslenski kylfingurinn til að tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröð karla í golfi, á eftir Birgi Leifi Hafþórssyni.  

mbl.is