Tveimur höggum frá því að fara áfram

Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik eftir tvo hringi.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik eftir tvo hringi. Ljósmynd/Kristján Ágústsson

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik á Ras Al Khaimah-meistaramótinu á Evrópumótaröðinni í golfi eftir tvo hringi, en hann var tveimur höggum frá því að fara í gegnum niðurskurðinn.

Guðmundur lék annan hringinn í dag á 71 höggi, einu höggi undir pari. Hann lék fyrsta hringinn í gær á 73 höggum og lýkur því leik á pari og í 88. sæti.

Daninn Rasmus Højgaard, Skotinn David Law og Pólverjinn Adrian Meronk eru efstir á ellefu höggum undir pari.

Þriðji hringurinn verður leikinn á morgun og sá fjórði og síðasti á sunnudaginn.

mbl.is