Fylkir í bikarúrslit í fyrsta sinn

Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari Fylkis.
Guðríður Guðjónsdóttir þjálfari Fylkis. mbl.is

Fylkir leikur til úrslita í bikarkeppni kvenna í handknattleik í fyrsta skipti í sögu félagsins en Árbæjarliðið gerði sér lítið fyrir og lagði Val í Vodafone-höllinni í kvöld, 22:21, í æsispennandi leik. Staðan var jöfn í leikhléi, 9:9, en Fylkir náði fljótlega tveggja marka forskoti í síðari hálfleik og tókst að halda fengnum hlut.

Eva Barna var markahæst í liði Vals með 4 mörk en hjá Fylki var Natasa Damiljanovic atkvæðamest með 9 mörk.

Það verða því Fylkir og Stjarnan sem leika til úrslita í Laugardalshöllinni laugardaginn 1. mars.

mbl.is

Bloggað um fréttina