Ramune flytur frá Danmörku til Le Havre í Frakklandi

Ramune Pekarskyte.
Ramune Pekarskyte. mbl.is/Guðmundur Rúnar

Ramune Pekarskyte, landsliðskona í handknattleik, hefur skrifað undir samning við franska efstudeildarliðið Le Havre. Hún gengur til liðs við félagið í sumar eftir eins árs dvöl hjá SönderjyskE í Danmörku.

„Ég er ekki lengur 21 árs og því skrifaði ég undir eins árs samning með möguleika á að bæta öðru ári við ef vel gengur,“ sagði Ramune glöð í bragði í samtali við Morgunblaðið í gær þar sem hún var í óða önn að pakka niður föggum sínum og búslóð í Danmörku og búa undir flutning til Frakklands.

„Mér líst mjög vel á að prófa eitthvað nýtt og geta einbeitt mér alveg að handboltanum, þurfa ekkert að vinna með,“ sagði Ramune.

Sjá viðtal við Ramune Pekarskyte í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka