Fimm marka sigur gegn Serbum

Egill Magnússon er hér að skora eitt af þremur mörkum ...
Egill Magnússon er hér að skora eitt af þremur mörkum sínum í leiknum. Ljósmynd/eurohandballpoland2014.pl

Strákarnir í U-18 ára landsliðinu í handknattleik lögðu Serba, 29:24, í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni EM í handknattleik sem hófst í Gdansk í Póllandi í kvöld.

Serbar voru marki yfir eftir fyrri hálfleikinn, 14:13, en þá sögðu íslensku strákarnir hingað og ekki lengra og lönduðu fimm marka sigri.

Mörk Íslands: Ómar Ingi Magnússon 8, Óðinn Þór Ríkharðsson 7, Birkir Benediktsson 4, Hákon Daði Styrmisson 3, Egill Magnússon 3, Arnar Freyr Arnarsson 1, Sturla Magnússon 1, Henrik Bjarnason 1, Kristján Örn Kristjánsson 1.

Íslendingar mæta Svíum á morgun og leika svo gegn Svisslendingum á sunnudaginn en 16 þjóðir leika í úrslitakeppninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina