Herrakvöldið skipulagt með löngum fyrirvara

Grétar Þór Eyþórsson og félagar í ÍBV lögðu af stað …
Grétar Þór Eyþórsson og félagar í ÍBV lögðu af stað til Reykjavíkur um miðjan dag í gær til að geta mætt Fram kl. 18 í kvöld. mbl.is/Eggert

Knattspyrnufélagið Fram sendi frá sér tilkynningu vegna ummæla Sigurðar Bragasonar, aðstoðarþjálfara karlaliðs ÍBV í handbolta, á vefmiðlinum Fimmeinn.is þess efnis að ekki hafi verið hægt að fresta leik liðanna vegna „fyllerís“ í húsakynnum Fram.

Sigurður var illur yfir því að ekki skyldi vera hægt að færa leikinn fram á föstudag, en Eyjamenn ferðuðust með Herjólfi til Þorlákshafnar í gær til þess að geta spilað í Safamýri í kvöld. Ekki var hægt að fresta leiknum vegna herrakvölds Fram, sem fram fer í Safamýri, og Sigurður kaus að kalla „fyllerí“.

Yfirlýsingu Framara má sjá hér að neðan.

Í viðtali við Sigurð Bragason á fimmeinn.is 11.11.2015 vill Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM koma því á framfæri að það er ekki “eitthvað fyllerí í öðrum sal í íþróttahúsinu”.eins það er orðað. Herrakvöld Knattspyrnufélagsins FRAM hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðinn 35 ár. Herrakvöld Knattspyrnufélagsins FRAM er eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar og ekki kom til greina að færa herrakvöldið enda með öllu ómögulegt. Undirbúningur fyrir herrakvöldið hefst í kvöld og þess vegna er ekki hægt að spila leikinn við ÍBV fyrr á föstudeginum. Það hefur því legið fyrir í mjög langan tíma að enginn íþróttaviðburður færi fram á þessum degi.

Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins FRAM harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar FRAMARA og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.

Formaður Aðalstjórnar Knattspyrnufélagsins FRAM
Ólafur Ingvar Arnarson

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert