Fram: Nú má enginn misstíga sig

Sigurbjörg Jóhannsdóttir t.v. og Ásta Birna Gunnarsdóttir t.h. lyfta bikar …
Sigurbjörg Jóhannsdóttir t.v. og Ásta Birna Gunnarsdóttir t.h. lyfta bikar á loft. Sigurbjörg er fyrirliði Fram en Ásta Birna lagði keppnisskóna á hilluna í sumar. mbl.is/Styrmir Kári

„Hópurinn er mjög svipaður og fyrra þrátt fyrir að við höfum misst þrjá leikmenn frá síðustu leiktíð. Kjarninn er eftir sem áður mjög líkur og við upphaf mótsins fyrir ári síðan,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði handboltaliðs Fram sem hafnaði í þriðja sæti Olís-deildar kvenna á síðasta keppnistímabili og féll síðan úr leik eftir æsispennandi þrjá leiki við Gróttu í undanúrslitum úrslitakeppninnar um Íslandsmeistaratitilinn.

„Ég er viss um að við komum sterkar inn í mótið. Allir leikmenn eru heilir. Mér líst bara mjög vel á hópinn. Við höfum unnið mjög vel og erum fyrir vikið vel gíraðar fyrir Íslandsmótinu,“ sagði Sigurbjörg.

Breytt fyrirkomulag deildarkeppninnar þar sem átta lið taka þátt og þau leika 21 leik hvert áður en fjögur efstu liðin fara í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn undir vorsins næsta. Neðsta liðið fellur í 1.deild og það næst neðsta fer í umspilskeppni við lið í 1.deild um keppnisrétt í Olís-deildinni á næsta keppnistímabili.

Sigurbjörgu líst vel á þessar breytingar og telur að vægi hvers leiks í deildakeppninni aukist. „Nú mega liðin ekki misstíga sig, að minnsta kosti ekki oft. Leikirnir verða jafnari og deildakeppnin um leið. Staðan virðist þannig að liðin geta hæglega unnið hvert annað. Deildarkeppnin verður jafnari en meira spennandi. Ég hlakka til,“ sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, fyrirliði Fram.

Lið Fram leiktíðina 2016-2017 í Olís-deild kvenna:

Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður

Heiðrún Dís Magnúsdóttir, markvörður

Erna Guðlaugsdóttir, vinstra horn

Marthe Sördal, vinstra horn

Hulda Dagsdóttir, vinstri skytta

Ragnheiður Júlíusdóttir, vinstri skytta

Ragnheiður Ósk Ingvarsdóttir, vinstri skytta

Anna Þyri Ólafsdóttir, miðjumaður

Elva Þóra Arnardóttir, miðjumaður

Hafdís Shizuka Iura, miðjumaður

Sigurbjörg Jóhannsdóttir, miðjumaður

Hildur Þorgeirsdóttir, skytta hægra megin

Karólína Torfadóttir, skytta hægra megin

Lena Valdimarsdóttir, skytta hægra megin

Elísabet Mjöll Guðjónsdóttir, hægra horn

Elísabet Gunnarsdóttir, línumaður

Kristín Helgadóttir, línumaður

Steinunn Björnsdóttir, línumaður

Svala Júlía Gunnarsdóttir, línumaður

Þjálfari: Stefán Arnarson

Komn­ar frá síðasta keppn­is­tíma­bili:

Engin

Farn­ar eft­ir síðasta keppn­is­tíma­bil:

Ásta Birna Gunnarsdóttir er hætt

Hafdís Lilja Torfadóttir fór í Stjörnuna

Íris Kristín Smith fór að láni í Aftureldingu

Einnig er fjallað um Olís-deild kvenna í Morg­un­blaðinu í dag.

Hver viðureign......

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert